Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 330/1980

Gjaldár 1979

Lög nr. 68/1971, 11. gr. B-liður og 47. gr.  

Yfirfæranlegt rekstrartap — Viðurlög

Málavextir eru þeir, að með úrskurði dags. 24. október 1979 synjaði skattstjóri kæranda um yfirfærslu tapa frá fyrri árum, sökum þess að framtal kæranda gjaldárið 1978 hafði ekki borist og voru álögð gjöld áætluð það ár. Með úrskurði, dags. 9. nóvember 1979, var framtal kæranda gjaldárið 1978 tekið til álagningar hjá ríkisskattstjóra og var það tekið til greina með 25% viðurlögum.

Í framhaldskæru, dags. 15. nóvember 1979, til ríkisskattanefndar, er þess krafist, að töp fyrri ára verði tekin til greina og vísað í úrskurð ríkisskattstjóra frá 9. nóv. 1979.

Kröfugerð ríkisskattstjóra, sem barst 16. júlí 1980, er sem hér segir:

„Kærandi sendi framtal gjaldársins 1978 til meðferðar ríkisskattstjóra 3. apríl 1979. Með úrskurði embættisins frá 8. nóvember 1979 var innsent framtal tekið til greina að viðbættum 25% viðurlögum. Samkvæmt þessum úrskurði ákvarðaðist yfirfæranlegt tap gjaldársins 1978 með hliðsjón af viðurlagaákvæðum 47. gr. laga nr. 68/1971, 2 168 202 kr. Þykir því mega fallast á þá kröfu kæranda, að sá reksturshalli gjaldársins 1978 verði frá-dreginn tekjum félagsins á skattframtali 1979.“

Krafa kæranda er tekin til greina og korna rekstrartöp fyrri ára til frádráttar tekjum á skattframtali árið 1979, þ.á m. rekstrartap gjaldárið 1978, er eigi verður skert vegna beitingar viðurlaga, enda þykir eigi lagaheimild vera fyrir hendi til slíkrar skerðingar.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja