Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 773/1980

Reglugerð nr. 245/1963, 35. gr. C-liður   Lög nr. 68/1971, 12. gr. E-liður  

Frádráttur vegna vísinda- og sérfræðistarfa

Kærð er sú breyting skattstjóra á skattframtali kæranda árið 1979 að heimila honum ekki til frádráttar 523 538 kr. sem fyrningu af hljóðfærum á þeirri forsendu að kærandi stundi ekki hljóðfæraleik sem sjálfstæðan atvinnurekstur. Kærandi hafi aflað launatekna með tónlistarkennslu og samkvæmt upplýsingum kæranda sjálfs leggi hann ekki til hljóðfæri vegna þeirrar kennslu. Kærandi bendir á, að hann þurfi að eiga hljóðfæri til að halda þekkingu sinni og færni við á sama hátt og aðrir sem stundi þvílík störf og hann.

Af hálfu ríkisskattstjóra er þess krafist í bréfi, dags. 31. október 1980, að niðurstaða skattstjóra um að synja um umþrættan gjaldalið verði staðfest með vísan til þess, að lagagrundvöll bresti til að heimila kæranda hann.

Kærandi hefur annars vegar fært til frádráttar fyrningu af hljóðfærum keyptum á árinu 1978 og hins vegar af eldri hljóðfæraeign sinni. Eins og atvinnu kæranda er háttað þykir hann eiga rétt til frádráttar samkvæmt E-lið 12. gr. laga nr. 68/1971, um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. C-lið 35. gr. reglugerðar nr. 245/1963, um tekjuskatt og eignarskatt. Með hliðsjón af eðli hljóðfæraeignar hans, þykir rétt að heimila honum til frádráttar 300 000 kr. á framtali ársins 1979.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja