Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 785/1980

Gjaldár 1979

Lög nr. 67/1971, 14. gr.   Lög nr. 95/1975.   Lög nr. 9/1977   Lög nr. 115/1978, sbr. lög nr. 70/1977  

Sjúkratryggingagjald — Barnalífeyrir

Kært er álagt sjúkratryggingagjald gjaldárið 1979.

Kærandi krefst þess, að barnalífeyrir frá Tryggingarstofnun ríkisins, að fjárhæð 808 779 kr., er greiddur var vegna örorku foreldris, verði dreginn frá gjaldstofni til sjúkratryggingagjalds, sbr. a.-lið 2. tl. 1. gr. laga nr. 115/1978, um breyting á lögum nr. 70/1977, sbr. lög nr. 9/1977 og lög nr. 95/1975, um breytingar á lögum um almannatryggingar nr. 67/1971 með síðari breytingum. Verði álagt sjúkratryggingagjald lækkað í samræmi við þessa lækkun gjaldstofnsins.

Af hálfu ríkisskattstjóra eru í málinu gerðar svofelldar kröfur með bréfi, dags. 18. nóvember 1980:

„Umræddar greiðslur virðast falla til kæranda samkvæmt ákvæðum í 1. mgr. 14. gr. laga nr. 67/1971 með síðari breytingum.

Með vísan til a-liðar í 2. tölul. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 70/1977, sbr. lög nr. 115/1978, þykir því bera að fallast á framkomnar kröfur.“

Kröfur kæranda eru teknar til greina.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja