Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 534/1979

Gjaldár 1978

Lög nr. 68/1971, 7. gr.  

Sönnun - Launamiði

Kærð var synjun skattstjóra á því að taka tillit til ósamræmis milli launamiða frá vinnuveitanda kæranda og raunverulega greiddra launa.

Kærandi gat um ósamræmi þetta í athugasemdadálki skattframtals síns og færði til tekna greidd laun frá tilgreindum aðila að fjárhæð kr. 54.600, en á launamiða frá sama vinnuveitanda voru tilgreind laun til kæranda kr. 100.488. Tók kærandi fram, að eigi hefði tekist að hafa samband við umræddan vinnuveitanda til að fá leiðréttingu. Skattstjóri færði launauppgjöf vinnuveitanda að fjárhæð kr. 100.488 kæranda til tekna með því að engin leiðrétting hefði borist frá launagreiðanda og hækkaði tekjur kæranda um kr. 45.888.

Ríkisskattstjóri féllst á framkomnar kröfur kæranda.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir svo:

„Með því að tekjuviðbót skattstjóra telst eigi að öllu leyti nægilega sönnuð gegn eindreginni staðhæfingu kæranda, þykir bera að fella hana niður.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja