Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 198/1979

Gjaldár 1977

Lög nr. 68/1971, 7. gr.  

Skipti

Kærandi krafðist niðurfellingar á hagnaði af sölu bifreiðar, sem skattstjóri skattlagði á framtali kæranda gjaldárið 1977. Kröfu sína byggði kærandi á því, að í fyrsta lagi hefðu átt sér stað makaskipti og því væri ekki um skattskyldan hagnað að ræða, í öðru lagi hefði bifreiðin verið það lengi í eigu hans, að skattskylda félli niður af þeim sökum.

Ríkisskattstjóri krafðist þess í málinu, að úrskurður skattstjóra yrði staðfestur.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Að því er varðar eignarhaldstíma kæranda á bifreiðinni þykir ekki í ljós leitt, að hann hafi náð tveimur árum. Fallast má á þá staðhæfingu kæranda, að um skipti á bifreiðunum hafi verið að ræða og milligjöf úr hans hendi kr. 600.000. Leiðir af því, að ekki er heimilt að skattleggja kæranda vegna skiptanna.“

Samkvæmt þessu tók ríkisskattanefnd til greina kröfu kæranda um niðurfellingu ætlaðs söluhagnaðar.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja