Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 401/1979

Lög nr. 68/1971, 7. gr. E-liður, 15. gr. D-liður  

Söluhagnaður - Umframfyrningar - Söluágóði

Málavextir voru þeir, að kærandi seldi bifreið nokkra 10. janúar 1975. Bifreiðina hafði kærandi keypt 24. maí 1973 fyrir kr. 560.052. Var bókfært verð bifreiðarinnar á söludegi kr. 370 .137. Mismun söluverðs kr. 800.000 og bókfærðs verðs kr. 370.137 þ.e. kr. 429.863 færði skattstjóri kæranda til skattskyldra tekna.

Kærandi taldi, að söluhagnaður væri ekki rétt reiknaður, þar sem lágmarksfyrning yrði aldrei skattskyld við sölu. Því bæri að lækka áður reiknaðan hagnað um fjárhæð, sem næmi lágmarksfyrningum. Einnig krafðist kærandi, að nýkeypt bifreið yrði fyrnd til jafns við skattskyldan söluhagnað.

Skattstjóri tók kæruna til greina hvað snerti fyrningu nýju bifreiðarinnar og reiknaði viðbótarfyrningu til jafns við skattskyldan söluhagnað kr. 429.863.

Úrskurði þessum vildi kærandi ekki una og í kæru sinni til ríkisskattanefndar ítrekaði hann kröfu sína um lækkun á skattskyldum söluhagnaði.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir svo:

„Í tilviki sem þessu, þegar hagnaður af sölu er allur skattskyldur þykir eigi vera tilefni til aðgreiningar á skattskyldum umframfyrningum og skattskyldum ágóða, þar sem hvort tveggja fær sömu skattalegu meðferð.

Varðandi fjárhæð og skattskyldu söluhagnaðar ber að staðfesta úrskurð skattstjóra með vísun til 1. málsliðar 1. mgr. og 1. málsliðar 5. mgr. E-liðar 1. mgr. 7. gr. skattalaga.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja