Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 528/1979
Gjaldár 1978
Lög nr. 68/1971, 11. gr. B-liður 1. mgr..
Tapaðar skuldir
Málavextir voru þeir, að skattstjóri lækkaði yfirfæranleg töp frá fyrri árum um kr. 108.162, en hann hafði synjað kæranda um að færa til frádráttar á skattframtali 1976 tapaðar skuldir að upphæð kr. 108.162.
Umboðsmaður kæranda krafðist þess, að tapaður skuldir yrðu teknar til greina og yfirfæranleg töp hækkuð í samræmi við það. Gerði hann grein fyrir hinum töpuðu skuldum.
Ríkisskattstjóri krafðist þess í málinu, að kærunni yrði vísað frá með svofelldum rökstuðningi:
„Kærandi kveður skattstjóra ekki enn hafa tekið kæru dags. 6.4. 1977 til umfjöllunar. Meðan svo stendur á virðist ekki unnt að fallast á að hin meintu töpuðu útlán verði færð til lækkunar tekjum á framtali 1978 eða til hækkunar rekstrartaps frá árunum 1973-1975.“
Í úrskurði ríkisskattanefndar segir svo:
„Kærandi kærði til ríkisskattanefndar úrskurð skattstjóra, sem kveðinn var upp í maí 1977 í tilefni af kæru, dags. 6.4. 197 7, varðandi synjun um frádrátt vegna tapaðra skulda.
Í úrskurði ríkisskattanefndar nr. 957 dags. 11. nóv. 1977 var kærunni vísað frá, þar eð synjun skattstjóra hafði ekki áhrif á álögð gjöld gjaldárið 1977. Hins vegar skiptir þetta máli við ákvörðun opinberra gjalda gjaldárið 1977 og ber því að taka efnisafstöðu til málsins.
Eins og gögn málsins liggja nú fyrir, þykir bera að taka kröfu kæranda til greina með stoð í 1. málsl. 1. málsgr. B-liðs 11. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt.“