Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 199/1979
Gjaldár 1978
Lög nr. 68/1971, 12. gr. A-liður
Vaxtagjöld
Kærandi krafðist þess, að vextir af framkvæmdalánum, er tekin voru til byggingar fjölbýlishúss á vegum sveitarfélags nokkurs, yrðu heimilaðir til frádráttar. Var hér um að ræða byggingu söluíbúða á vegum sveitarfélaga samkvæmt ákvæðum laga um Húsnæðismálastofnun ríkisins. Skattstjóri hafði synjað um frádrátt þennan.
Ríkisskattanefnd staðfesti úrskurð skattstjóra með svofelldum rökum:
„Hinn umdeildi vaxtakostnaður er vegna lána, sem kærandi var ekki sjálfur skuldari að, á þeim tíma, er vextirnir féllu til. í kaupsamningi, er fylgir gögnum málsins, kemur fram, að vaxtakostnaður þessi er hluti af kaupverði íbúðarinnar og fengist endurgreiddur með vísitöluálagi, ef kærandi seldi, sbr. ákvæði þar um í kaupsamningi.“