Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 199/1979
Gjaldár 1978
Lög nr. 68/1971, 12. gr. C-liður
Ferðakostnaður
Málavextir voru þeir, að skattstjóri strikaði út kostnað vegna ferðar til Svíþjóðar kr. 250.000 og húsaleigu þar í landi kr. 75.000. Kærandi, sem var læknanemi á síðasta námsári, dvaldist við störf í Svíþjóð á þriðja mánuð á árinu 1977 og hafði í tekjur þar kr. 1.250.000, er hann taldi fram í skattframtali sínu.
Ríkisskattstjóri krafðist þess, að útstrikun skattstjóra yrði staðfest.
Ríkisskattanefnd taldi mega veita kæranda kr. 150.000 í frádrátt vegna atvinnu í Svíþjóð með tilvísun í C-lið 12. gr. laga nr. 68/1971, um tekjuskatt og eignarskatt.