Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 190/1979

Gjaldár 1978

Lög nr. 68/1971, 14. gr.  

Sjómannafrádráttur

Málavextir voru þeir, að kærandi hafði fært til frádráttar 10% af launum frá ríkissjóði, en hann starfaði um borð í fiskiskipum sem eftirlitsmaður með veiðum, Skattstjóri féllst ekki á þennan frádrátt og strikaði hann út.

Kærandi krafðist þess, að frádráttur þessi yrði viðurkenndur, þar sem hann starfaði við fiskveiðar.

Af hálfu ríkisskattstjóra var gerð svofelld krafa:

„Að úrskurður skattstjóra verði staðfestur. Ekki hefur verið talið að 5. mgr. 14. gr. laga nr. 68, 1971 með síðari breytingum taki til þeirra sem hafa sambærilegar tekjur úr ríkissjóði og kærandi. T.d. fiskifræðinga o.fl. í tilviki kæranda er ekki um að ræða tekjur af „fiskveiðum“ eins og það hugtak ber að skýra í skattarétti. Er það í samræmi við þann almenna skilning að túlka beri undanþágu og ívilnunarákvæði þröngt og eftir orðanna hljóðan.“

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„5. málsgr. 14, gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. 6. gr. laga nr. 7/1972, nær aðeins til sjómanna, er hafa beinar tekjur af fiskveiðum. Frádráttarheimild þessi þykir því eigi ná til þess tilviks, er hér um ræðir. Er úrskurður skattstjóra því staðfestur.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja