Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 1226/1979

Gjaldár 1978

Lög nr. 68/1971, 16. gr., sbr. 25. gr.  

Barnalífeyrir - Einstætt foreldri

Kærð var sú breyting skattstjóra á skattframtali kæranda gjaldárið 1978, að færa til tekna barnalífeyri kr. 168.373. Umboðsmaður kæranda krafðist þess, að barnalífeyrir, er kærandi fékk greiddan á árinu 1977 með dóttur sinni, yrði ekki skattlagður. Kærandi væri einstætt foreldri. Eiginkona hans hefði látist í október 1977.

Af hálfu ríkisskattstjóra voru gerðar svofelldar kröfur og athugasemdir:

„Greiðslur til kæranda frá Tryggingastofnun ríkisins 1977 námu kr. 168.373. Eiga greiðslur þessar að því er virðist rætur að rekja til þess annars vegar að kærandi var ellilífeyrisþegi og hins vegar þess að eiginkona hans féll frá á árinu 1977. Er fallist á að barnalífeyrisgreiðslur fyrir mánuðina október, nóvember og desember 1977 verði undanþegnar skattgjaldi en að öðru leyti verður að krefjast staðfestingar á ákvörðun skattstjóra.“

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Persónuafsláttur kæranda er réttilega ákveðinn í samræmi við 3. tölulið B-liðar 25. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt. Í samræmi við það þykir bera að taka kröfu kæranda til greina sbr. 16. grein sömu laga.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja