Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 575/1979
Gjaldár 1978
Lög nr. 68/1971, 22. gr. D-liður
Niðurfærsla vörubirgða - Íbúðir í smíðum
Málavextir voru þeir, að kærandi, sem var byggingafélag, færði á skattframtal sitt niðurskrift íbúða í byggingu kr. 5.128.876. Skattstjóri taldi niðurskrift þessa óheimila og strikaði hana út. Í kæru til ríkisskattanefndar sagði svo:
„Skattstofa ----- hefur ekki viljað fallast á niðurfærslu íbúða á framleiðslustigi sem hverjar aðrar vörubirgðir. Umbjóðandi minn telur hins vegar að hér sé um framleiðslufyrirtæki að ræða og þess framleiðsluvara séu íbúðir. Þær íbúðir sem á framleiðslustigi eru séu því vörubirgðir og skulu því heimil niðurfærsla skv. D-lið 22. gr. laga um tekju- og eignarskatt.“
Ríkisskattanefnd staðfesti úrskurð skattstjóra.