Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 670/1979

Gjaldár 1978

Lög nr. 68/1971, 37. gr.  

Fyrirspurn skattstjóra - Svar berst eftir lok svarfrests

Málavextir voru þeir, að skattstjóri lækkaði liðinn frádráttur vegna starfa eiginkonu við atvinnurekstur hjóna úr kr. 250.000 í kr. 100.000. Þessari lækkun var mótmælt og því haldið fram, að meðferð skattstjóra á málinu bryti í bága við ákvæði 37. gr. laga nr. 68/1971, um tekjuskatt og eignarskatt.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir svo um formhlið málsins:

„Með bréfi, dags. 30/5 1978, óskaði skattstjóri m.a. eftir því, að kærandi gerði grein fyrir vinnuframlagi eiginkonu í atvinnurekstri kæranda. Bréfi þessu svaraði umboðsmaður kæranda með bréfi dags. 8/7 1978 og mótteknu af skattstjóra fimm dögum síðar eða rúmum mánuði eftir veittan svarfrest við áðurnefndu fyrirspurnarbréfi. Vísað er því á bug þeirri kröfu umboðsmanns kæranda, að meðferð skattstjóra á málinu brjóti í bága við ákvæði 37. gr. laga nr. 68/1971.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja