Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 500/1979

Gjaldár 1978

Lög nr. 68/1971, 37. gr.  

Vefenging skattframtals

Skattstjóri hækkaði tekjur kæranda um kr. 300.000 vegna ófullnægjandi svars, að því er skattstjóri taldi, við fyrirspurnarbréfi. Laut fyrirspurnin að rekstrar- og eignaraðild tilgreinds aðila að verslunarfirma nokkru og skiptingu hagnaðar eða taps milli meðeigenda. Kærandi taldi svar sitt hafa verið fullnægjandi og krafðist niðurfellingar á tekjuviðbót skattstjóra.

Ríkisskattanefnd féllst á kröfu kæranda með svofelldum rökum:

„Skattstjóri hefur ekki vefengt rekstursreikninga verslunar að niðurstöðu til. Fyrirspurn skattstjóra var þess eðlis, að þrátt fyrir að skattstjóri teldi svar kæranda ófullnægjandi voru ekki efni til að hækka tekjur kæranda.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja