Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 488/1979

Gjaldár 1978

Lög nr. 68/1971, 41. gr.  

Frávísun/Hlutverk ríkisskattanefndar

Að fengnum upplýsingum og skýringum kæranda gerði skattstjóri nokkrar breytingar á skattframtali hans gjaldárið 1978. Færði skattstjóri kæranda til tekna vexti af skattskyldum bankainnstæðum og hagnað af útgáfustarfsemi, leiðrétti bókabirgðir til eignar og lækkaði tilfærðar skuldir. Leiddu breytingar skattstjóra til hækkunar tekna um kr. 31.006 og hreinnar eignar til skatts um kr. 469.284.

Kærandi fór þess á leit, að ríkisskattanefnd yfirfæri skattframtalið og kannaði hvort meðferð skattstjóra á því væri rétt.

Ríkisskattanefnd vísaði kærunni frá sökum vanreifunar, þar sem kæran hefði ekki að geyma glögga kröfugerð.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja