Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 1169/1979
Gjaldár 1978
Lög nr. 96/1978
Atvinnurekstur - Sjálfstæð starfsemi - Útleiga íbúðarhúsnæðis.
Kærð var álagning sérstaks skatts af atvinnurekstri að fjárhæð kr. 22.680 skv. 10. gr. bráðabirgðalaga nr. 96/1978, um kjaramál, sbr. lög nr. 121/1978, um kjaramál, en skattur þessi var lagður á hreinar tekjur kæranda af útleigu íbúðarhúsnæðis að frádregnum reiknuðum launum.
Af hálfu umboðsmanns kæranda var krafist niðurfellingar skattsins. Fram kom, að kærandi var við framhaldsnám erlendis.
Af hálfu ríkisskattstjóra voru gerðar svofelldar kröfur:
„Að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til ótvíræðs ákvæðis í 2. málsl. 11. gr. laga nr. 121/1978.“
Í úrskurði ríkisskattanefndar segir svo:
„Svo sem atvikum er háttað í máli þessu þykir eigi verða lítið svo á, að kærandi hafi með höndum atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi í skilningi 10. gr. bráðabirgðalaga nr. 96/1978, um kjaramál, sbr. nú lög nr. 121/1978, um kjaramál. Þykir því bera að fella sérstakan skatt af atvinnurekstri kr. 22.680 niður.“