Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 1414/1979

Gjaldár 1975, 1976, 1977

Lög nr. 8/1972  

Aðstöðugjald - Rekstraraðild

Málavextir voru þeir, að skattstjóri gerði kæranda að greiða aðstöðugjald gjaldárin 1975, 1976 og 1977 vegna reksturs hjólaskóflu o.fl., sem kærandi átti til helminga á móti hlutafélagi nokkru. Kærandi mótmælti álagningu aðstöðugjaldsins nefnd ár og benti á, að hjólaskóflan hefði eingöngu verið í notkun hjá hlutafélaginu og það hefði staðið skil á aðstöðugjaldi af rekstri skóflunnar. Þessu til staðfestingar fylgdi kærunni til ríkisskattanefndar yfirlýsing frá hlutafélaginu. Ríkisskattanefnd taldi, að ekki yrði annað séð af framtalsgögnum kæranda eins og þau komu frá hans hendi og reikningum hlutafélagsins en rekstur tækjanna hefði verið á vegum hlutafélagsins. Með vísan til þessa var fallist á kröfu kæranda um niðurfellingu hinna kærðu gjalda

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja