Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 1267/1979

Gjaldár 1978

Lög nr. 8/1972  

Aðstöðugjald

Kærandi, sem rak fiskvinnslufyrirtæki færði til frádráttar fiskkaupum endurseldan fisk kr. 72.816.522. Skattstjóri tók þessa upphæð inn í aðstöðugjaldsstofn og lagði á aðstöðugjald samkvæmt því. Þessu vildi kærandi ekki una og krafðist þess, að aðstöðugjald á endurseldan fisk yrði fellt niður. Lýsti kærandi þessu svo, að einskonar fiskskipti ættu sér stað. Bókhaldslega hefði kærandi keypt allan fisk úr tilgreindum togara, en kærandi átti 98% hlutafjár í útgerðarhlutafélagi togarans. Nokkur frystihús hefðu fengið afla úr togaranum beint á bíl án álagningar og hefðu látið í staðinn sömu þjónustu við kæranda. Hér væri um að ræða hagræðingu hjá frystihúsunum með tilliti til atvinnuöryggis byggðarinnar, en ekki bein útgjöld til að afla tekna, sbr. 6. gr. reglugerðar um aðstöðugjald. Bókhaldslega hefði það þótt þægilegra varðandi uppgjör við mannskap og hina ýmsu sjóði að hafa einn kaupanda að öllum afla togarans. Ef umrædd fiskskipti á milli frystihúsanna yrðu stofn fyrir aðstöðugjald þyrfti að breyta bókhaldslegum þætti þessara viðskipta og láta togarann selja beint til þeirra aðila sem fengju fiskinn í stað þess að allur aflinn væri færður sem fiskkaup hjá kæranda, og síðan endurseldur til hinna frystihúsanna.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir svo:

„Með því að kærandi þykir hafa sýnt fram á, að eðli málsins samkvæmt, séu endurgreidd fiskkaup ekki rekstrarútgjöld hans, er krafa hans tekin til greina.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja