Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 1388/1979

Gjaldár 1977 - 1978

Lög nr. 8/1972, 37. gr. 3. mgr.  

Aðstöðugjald - Millivelta

Málavextir voru þeir, að skattstjóri tók skattframtöl kæranda gjaldárin 1977 og 1978 til endurálagningar og hækkað aðstöðugjaldsstofn um áætlaða milliveltu milli bókaforlag og verslunar kæranda. Taldi skattstjóri bera skv. 3. mgr. 37. gr. laga nr. 8/1972, um tekjustofna sveitarfélaga, að líta á starfsemi bókarforlags sem eina atvinnugrein, aðskilda rekstri verslunar, er teldist önnur atvinnugrein, og leggja aðstöðugjald á verðmæti er á milli voru talin ganga. Með því að ekki hefðu komið fram fullnægjandi upplýsingar af hálfu kæranda skv. 14. gr. reglugerðar nr. 81/1962, um aðstöðugjald, áætlaði skattstjóri umrædda milliveltu kr. 6.000.000 gjaldárið 1977 og kr. 8.000.000 gjaldárið 1978. Ekki féllst skattstjóri á varakröfu kæranda um, að áætlun yrði miðuð við kostnaðarverð bókasendinga milli forlags og verslunar hvort ár um sig, þ.e. kr. 1.782.918 gjaldárið 1977 og kr. 2.574.421 gjaldárið 1978.

Af hálfu kæranda var þess aðallega krafist, að hækkun aðstöðugjaldsins yrði niður felld. Rök kæranda voru þau, að viðskipti bókaforlags og verslunar væru umboðssala, sem ekki væri aðstöðugjaldsskyld hjá umboðssala. Með því að áætla milliveltu milli forlags og verslunar væri verið að mismuna umboðssölum útgáfunnar, þar sem aðrir umboðssalar en bókaverslun kæranda þyrftu ekki að mynda aðstöðugjaldsstofn af viðskiptum sínum við forlagið. Þá gerði kærandi þá varakröfu, að áætlun milliveltu yrði miðuð við kostnaðarverð bókasendinga milli forlags og verslunar.

Af hálfu ríkisskattstjóra var þess krafist í málinu, að úrskurður skattstjóra yrði staðfestur.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir svo:

„Með hliðsjón af atvikum málsins þykir vera fyrir hendi grundvöllur eftir áðurnefndri 3. mgr. 37. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga að reikna verðmæti bóka frá eigin forlagi, sem seldar eru í verslun hans til aðstöðu­gjaldsskyldra útgjalda. Þykir stofn til álagningar gjaldárið 1977 hæfilega ákveðinn kr. 2.000.000 og gjaldárið 1978 kr. 3.000.000.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja