Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 585/1979

Gjaldár 1978

Lög nr. 68/1967, 5. gr.  

Iðnlánasjóðsgjald

Kærandi fór fram á, að stofn til álagningar iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjalds yrði lækkaður. Mótmælti kærandi því, að þessi gjöld sjálf gætu skapað stofn til álagningar þeirra. Telja yrði eðlilegt, að þau kæmu til frádráttar við útreikning gjaldstofnsins á sama hátt og aðstöðugjald væri dregið frá við útreikning gjaldstofns til aðstöðugjaldsálagningar.

Ríkisskattanefnd synjaði kröfu kæranda á þeim forsendum, að lagastoð skorti fyrir henni.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja