Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 462/1979

Gjaldár 1978

Lög nr. 36/1948  

Sóknargjöld o.fl./Frávísun

Ágreiningur reis, er varðaði sóknargjöld, safnaðargjöld til kirkjufélaga utanþjóðkirkjumanna og ígildisgreiðslu til prófgjaldasjóðs Háskóla Íslands, sbr. ákvæði laga nr. 36/1948, um sóknargjöld.

Af hálfu ríkisskattstjóra var þess krafist, að kærunni yrði vísað frá ríkisskattanefnd með svofelldum rökum:

„Kæran fjallar ekki um gjaldskyldu, heldur annars vegar um rétt skil innheimtumanns á innheimtum sóknargjöldum og hins vegar fjallar kæran um heiti gjaldsins. Hvorugt úrlausnarefnanna heyrir undir úrskurðarvald ríkisskattanefndar og er því krafist frávísunar málsins.“

Ríkisskattanefnd taldi kærumálið utan valdsviðs nefndarinnar og vísaði kærunni frá.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja