Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 99/1979
Gjaldár 1977
Lög nr. 14/1965
Launaskattur
Málum var þannig háttað, að kærandi, sem var sameignarfélag og sjálfstæður skattaðili, stóð ekki skil á launaskatti ársfjórðungslega árið 1976 og lagði skattstjóri viðurlög á launaskatt kæranda. Kærandi mótmælti álögðum viðurlögum á þeirri forsendu, að laun þau, sem um væri deilt, væru greidd aðaleiganda félagsins (eignaraðild 80%) og ættu því að gilda sömu reglur og um álagningu eigin launaskatts. Jafnframt benti kærandi á, að undanfarin ár hefði launaskattur verið lagður á í samræmi við það.
Skattstjóri taldi hins vegar, að þar sem félagið væri sjálfstæður skattaðili skipti eignaraðild þeirra, er þægju laun hjá félaginu ekki máli og hefði kæranda borið að standa skil á launaskatti ársfjórðungslega.
Í úrskurði ríkisskattanefndar segir svo:
„2. gr. laga nr. 14/1965 um launaskatt, kveður á um hverjir skuli greiða launaskatt og í 3. og 4. gr. laganna er kveðið á um hvernig greiðsluskyldu og álagningu skuli háttað.
Kærandi, sem er félag og sjálfstæður skattaðili, fellur undir sömu álagningarreglur og félög, sem talin eru upp í 5. gr. laga nr. 68/1971 um tekjuskatt og eignarskatt.
Styðst það við 8. gr. laga um launaskatt. Bar því kæranda að greiða launaskatt ársfjórðungslega sbr. 3. gr. laganna. Er úrskurður skattstjóra staðfestur með framangreindri athugasemd.“