Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 1267/1979

Gjaldár 1978

Lög nr. 67/1971  

Atvinnurekendaiðgjöld - Tryggingarskyldar vinnuvikur

Við álagningu tryggingaiðgjalda vegna verkafólks lagði skattstjóri til grundvallar vinnustundafjölda, deildi í með 48 og fékk þannig út gjaldskyldar vinnuvikur. Umboðsmaður kæranda mótmælti þessu og taldi að með þessari aðferð yrðu tryggingaskyldar vinnuvikur oftaldar, þar sem um mikla yfirvinnu hefði verið að ræða hjá verkafólki.

Umboðsmaður kæranda krafðist þess, að tryggingagjöld yrðu lækkuð, enda væri starfsfólk almennt fastráðið og því óeðlilegt að reikna fleiri en 52 vinnuvikur á hvern starfsmann.

Ríkisskattanefnd staðfesti úrskurð skattstjóra.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja