Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 332/1979
Söluskattur 1976
Lög nr. 10/1960
Söluskattur
Sveitarsjóður nokkur krafðist þess með tilvísun til 1. tl. 7. gr. laga nr. 10/1960, að söluskattur vegna svonefnds körfubils yrði alfarið felldur niður en til vara að stofn til álagningar söluskattsins yrði ákveðinn kr. 139.146, sem voru útseldar tekjur af bifreiðinni. Bifreið þessi var notuð til sérhæfðra verkefna m.a. í stað verkpalla á byggingarstað, til 1jósaperuskipta í götuvitum o.fl. Skattstjóri hafði ákveðið söluskatt kr. 157.232 og viðurlög kr. 62.892.
Af hálfu ríkisskattstjóra var þess krafist, að úrskurður skattstjóra yrði staðfestur með svofelldum rökum:
„Tæki það, sem um er rætt í kæru, virðist notað við söluskattskylda starfsemi. Eigin notkun kæranda af tækinu er söluskattsskyld skv. ákvæðum laga nr. 10/1960, sbr. skýringar- og fyllingarákvæði 4. gr. þeirra. Stofnfjárhæð skv. ákvörðun skattstjóra virðist síst of há.“
Ríkisskattanefnd féllst á varakröfu kæranda og ákvað söluskatt kr. 23.190 og viðurlög kr. 9.276.