Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 9/1979
Söluskattur 1978
Lög nr. 10/1960, 7. gr. 9. tl.
Söluskattur
Skattstjóri lagði á kæranda söluskatt fyrir söluskattstímabilin janúar, febrúar og mars árið 1978. Kærandi rak sérverslun með blýsteint gler og lampa. Ekki vildi hann una þessari álagningu og krafðist þess aðallega, að álagður söluskattur yrði felldur niður, en til vara, að álagningin yrði stórlega lækkuð. Aðalkröfu sína byggði kærandi á ákvæðum 9. tl. 7. gr. laga nr. 10/1960, um söluskatt, þar sem svo er mælt fyrir um, að sala listamanns á eigin verkum skuli vera söluskattsfrjáls.
Ríkisskattanefnd féllst ekki á rök kæranda og staðfesti úrskurð skattstjóra.