Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 755/1977

Gjaldár 1976

Lög nr. 68/1971, 3. gr. 3. mgr.  

Tekjur eiginkonu

Málsatvik voru þau, að kærandi átti hlutabréf í hlutafélagi nokkru. Var nafnvirði bréfanna kr. 7.640.000,oo en allt hlutaféð var talið vera kr. 19.500.000,oo og átti kærandi því 39,179% af hlutafénu og var auk þess í stjórn félagsins. Eiginkona kæranda var launþegi hjá félaginu og var ágreiningur með kæranda og skattstjóra hvort launatekjur eiginkonu sættu hámarki skv. 3. mgr. 3. gr. tekjuskattslaga.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Svo sem atvikum málsins er háttað þykir verða að fara um frádrátt frá launum eiginkonu eftir 3. mgr. 3. gr. laga nr. 68/1971 með síðari breytingum. Með þessari athugasemd er úrskurður skattstjóra staðfestur.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja