Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 992/1977
Gjaldár 1976
Lög nr. 68/1971, 3. gr. 3. mgr.
Tekjur eiginkonu
Eiginkona kæranda var eignaraðili að teiknistofu að 1/3 hluta. Lækkaði skattstjóri frádrátt vegna starfa hennar þar úr kr. 1.200.000,- í kr. 167.500,-.
Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:
„Upplýst er, að Teiknistofan H, sem ekki er sjálfstæður skattaðili, er sameign þriggja arkitekta, sem allir starfa við fyrirtækið. Skipta þeir með sér tekjum og gjöldum, þannig að hvorki verður tap né gróði af rekstrinum. Telja verður hlutdeild eiginkonu kæranda í atvinnurekstri þessum sé með þeim hætti, að 3. mgr. 3. gr. laga nr. 68/1971 eigi við og er því/úrskurður skattstjóra staðfestur.“