Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 25/1976

Gjaldár 1975

Lög nr. 68/1971, 6. gr. 1. mgr., 5. gr. A-liður  

Skattskylda/eignarskattur

Kærandi gerði svofellda grein fyrir kröfum sínum:

„A-Í“ er eign styrktarsjóða verkalýðsfélagsins B og sjómannafélagsins F og rekið af þeim. Kröfu sína um niðurfellingu skattsins byggir umbj. minn á undanþáguákvæði A-liðs 5. gr. laga nr. 68/1971, en hagnaði sjóðanna af rekstri hússins er einungis varið til almenningsheilla, þ.e. hann rennur óskiptur til sjóða sem hafa það markmið að styrkja félaga í stéttarfélögum í veikindatilfellum og njóta af því tilefni sérstakrar lögverndar sbr. t.d. 8. gr. laga nr. 80/1938.“

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Ekki verður á það fallist, að kærandi A-Í sé undanþeginn eignarskatti skv. A-lið 5. gr. né 1. mgr. 6. gr. laga nr. 68/1971. Af gögnum þeim er fyrir liggja í málinu er ljóst, að hann rekur atvinnu og safnar upp eigin fé. Er úrskurður skattstjóra því staðfestur.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja