Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 86/1976
Gjaldár 1975
Lög nr. 68/1971, 5. gr. E-liður
Skattskylda dánarbús
Málavextir eru þeir, að snemma árs 1973 andaðist gjaldandi. Var gengið frá búskiptum 1. sept. sama ár. Á árinu 1974 féllu til greiðslu búvöruuppbætur vegna innlagðra landbúnaðarafurða 1973. Gerði skattstjóri dánarbúinu að greiða tekjuskatt af framangreindri upphæð árið 1975.
Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:
„Af gögnum málsins kemur fram, að búskiptum lauk á árinu 1973. Var dánarbúið því ekki sjálfstæður skattaðili eftir það. Þykir því eins og atvikum málsins er háttað rétt að taka tekjur þær, er í málinu greinir til skattlagningar á því ári.“