Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 1022/1978
Gjaldár 1976
Lög nr. 68/1971, 7. gr.
Eignayfirfærsla - Próventugerningur
Málavextir voru þeir, að eiginkona kæranda fékk samkvæmt gjafaafsali húseign frá tengdaföður sínum með þeim kvöðum, að hún skuldbatt sig til að hýsa og annast um gefanda svo lengi sem hann óskaði þess og hefði þörf fyrir. Ennfremur var gefið út skuldabréf að upphæð kr. 400.000, sem var andvirði húseignarinnar að hluta.
Skattstjóri taldi hér um skattskylda gjöf að ræða og taldi andvirði hennar með hliðsjón af þeim kvöðum, er gjöfinni fylgdu, hæfilega ákveðið kr. 300.000.
Í úrskurði ríkisskattanefndar segir svo:
„Á framtali kæranda gjaldárið 1976 er umrædd húseign talin að fasteignamatsverði kr. 436.000 og lóðin á kr. 44.000. Skuldabréfið kr. 400.000 var til greiðslu á eignunum auk skuldbindinga þeirra, sem eiginkona kæranda tókst á hendur og að framan er lýst. Með því eigi er sýnt, að verðmæti eignarinnar umfram skuldabréfið „nemi meiru en framfærinu“
Þykir eiga að svo komnu að taka kröfu kæranda til greina með þeim hætti að fella niður hinn umdeilda tekjuauka.“