Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 29/1977
Gjaldár 1974
Lög nr. 68/1971, 7. gr. B-liður
Gjöf - Sambýli
Málsatvik voru þau, að kærandi sleit samvistum við sambýlismann sinn. Við samvistarslitin afsalaði sambýlismaðurinn íbúð sinni, sem var í smíðum, til kæranda og dóttur þeirra. Skattstjóri taldi að mismunurinn kr. 1.120.018,oo á byggingarkostnaði íbúðarinnar og skuldum sem mæðgurnar yfirtóku með íbúðinni væri skattskyldur og reiknaði kr. 560.009,oo til tekna hjá hvorri.
Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:
„Svo sem máli þessu er háttað er litið svo á, að afhending til kæranda á helmingi þeirrar íbúðar, sem fjölskyldan átti í smíðum, þegar sambúðarslit urðu, verði ekki jafnað til gjafar. Þykir því bera að taka kæruna til greina.“