Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 72/1977

Gjaldár 1976

Lög nr. 68/1971, 7. gr. B-liður  

Gjöf - Fóðrun búfjár

Kærð var sú breyting skattstjóra á framtali kæranda gjaldárið 1976 að hækka tekjuhlið framtals um kr. 5.600,oo vegna gef­innar fóðrunar á tveimur kindum. Af hálfu ríkisskattstjóra var gerð krafa um að úrskurður skattstjóra yrði staðfestur og m.a. vísað til skattmats 1976 II, A2, d, dags. 16. jan. 1976.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Bústofn kæranda var í ársbyrjun 1 ær og 1 gemlingur, í árslok 2 ær. Kærandi fékk greiddar á skattárinu kr. 9.225,oo fyrir landbúnaðarafurðir, sem færðar voru til tekna á framtali hans. Kostnaður vegna fóðrunar var enginn færður til gjalda. Ber því að taka kröfur kæranda til greina. Hins vegar ber að reikna kæranda til tekna bústofnsaukningu kr. 1.300,oo. Lækkar því tekjuviðbót skattstjóra um kr. 4.300,-.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja