Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 1032/1978

Gjaldár 1977

Lög nr. 68/1971, 7. gr.  

Söluhagnaður af fasteign - Makaskipti í atvinnurekstri

Málavextir voru þeir, að skattstjóri tók framtal kæranda gjaldárið 1977 til endurálagningar og færði honum til tekna kr. 602.340,- vegna áætlaðs söluhagnaðar vegna skipta á íbúð við F-götu í Kópavogi og 50% fasteignar við T-götu í Reykjavík.

Kærandi hafði reist sambýlishús við F-götu í Kópavogi, er í voru 6 íbúðir. Fimm íbúðanna seldi kærandi fyrir kr. 18.800.000,- en eina íbúð lét hann í makaskiptum fyrir eignina við T-götu í Reykjavík og fékk að auki kr. 1.700.000,- í milligjöf. Skattstjóri áætlaði söluverð þessarar íbúðar og lagði í þeim efnum til grundvallar söluverð þeirra íbúða, sem seldar höfðu verið. Samkvæmt þessu mati skattstjóra var hagnaður af sölu íbúðarinnar kr. 602.340,-.

Af hálfu kæranda var því haldið fram, að ekki lægi fyrir, að hagnaður hefði myndast vegna skiptanna og var því mótmælt að skattstjóra væri heimilt að áætla söluhagnað í þessu tilviki.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Samkvæmt framtölum kæranda er megin þáttur í starfsemi hans árin 1975 og 1976 að byggja íbúðir til endursölu. Tekjur af þessari atvinnustarfsemi kæranda eru skattskyldar skv. A-lið 1. mgr. 7. gr. laga nr. 6 8/1971 sbr. upphafsákvæði greinarinnar. Kærandi byggði og seldi 6 íbúðir og fékk endurgjald kr. 20.500.000,- og að auki íbúð við T-götu í Reykjavík.

Í gögnum málsins er eigi að finna fullnægjandi upplýsingar varðandi mat á verðmæti fasteignarinnar við T-götu. Mat skattstjóra virðist þó lægra en gögn málsins gefa tilefni til, svo sem þau nú liggja fyrir.

Þykir því bera að vísa kærumáli þessu frá að svo stöddu.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja