Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 807/1976

Gjaldár 1976

Lög nr. 68/1971, 7. gr. 4. mgr. E-liður  

Söluhagnaður/makaskipti

Málsatvik voru þau, að kærandi hafði skipti á húseigninni Ó-götu 5 í Reykjavík, sem var í smíðum, og fjögurra herbergja íbúð að K-vegi 118. Greiddi kærandi milligjöf og nam milligjöfin og byggingarkostnaður Ó-götu 5, er salan fór fram, kr. 3.296.676,-. Skattstjóri taldi að sannvirði íbúðarinnar að K-vegi 118 hefði ekki verið undir 3.700.000,- og færði mismuninn kr. 398.324,- kæranda til tekna á framtali 1975.

Af hálfu ríkisskattstjóra var gerð sú athugasemd, að mat skattstjóra virtist í hóf stillt og var krafist staðfestingar á úrskurði hans.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Ekki þykja fram komnar í málinu þær upplýsingar um söluhagnað af Ó-götu 5, að efni séu til skattlagningar hans. Er krafa kæranda tekin til greina."

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja