Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 421/1978
Gjaldár 1976
Lög nr. 68/1971, 7. gr. E-liður
Makaskipti/söluhagnaður af fasteign
Málavextir voru þeir, að kærandi lét af hendi raðhús í byggingu fyrir þriggja herbergja íbúð. Var kostnaðarverð raðhússins við sölu kr. 2.738.419,-. Að teknu tilliti til yfirtekinna áhvílandi veðskulda á eignunum var talið, að kærandi hefði greitt milligjöf kr. 200.000,-. Skattstjóri mat íbúðina, sem kærandi fékk í staðinn á kr. 5.000.000,-, og reiknaði honum skattskyldan söluhagnað þannig:
Matsverð 3ja herb. íbúðar ........................................................................... kr. 5.000.000,-
Kostnaðarverð raðhúss .......................................... kr. 2.738.419,-
Milligjöf og stimpilkostn. ..................................... ? 211.756,- ? 2.950.175,-
Skattskyldur söluhagnaður ............. .................................... kr. 2.049.825,-
Kærandi krafðist niðurfellingar þessarar teknaviðbótar.
Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:
„Ákvæði E-liðs 7. gr. laga nr. 68/1971 um sölu þykja ekki taka til þessara viðskipta að því leyti, er til skiptanna tekur, svo öruggt megi teljast. Enda um að tefla vafa um heimild til skattlagningar tekna. Þá þykir einnig um þetta tilvik bera að taka mið af meginreglu laganna um tekjuskatt og eignarskatt í upphafi A-liðs 10. gr. þeirra.“
Felldi ríkisskattanefnd niður teknaviðbót skattstjóra.