Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 744/1978

Gjaldár 1974

Lög nr. 68/1971, 7. gr. E-liður  

Söluhagnaður af íbúð

Málavextir voru þeir, að skattstjóri færði til tekna meintan skattskyldan söluhagnað af íbúð er kærandi bjó í og seldi á árinu 1973. Í gögnum málsins kom fram að kærandi hafði fest kaup á nýrri íbúð þann 26.7. 1972. Samkvæmt kaupsamningi var íbúð þessi í smíðum og skyldi hún verða fokheld í apríl 1973. Skyldi hún þá að mestu fullgerð og virðist kærandi hafa flutt í íbúðina í júlí 1973. Íbúðirnar voru áþekkar að stærð.

Með skírskotun til 4. mgr. E-liðs 7. gr. skattalaga nr. 68/1971 var krafa kæranda tekin til greina.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja