Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 560/1976

Gjaldár 1975

Lög nr. 68/1971, 7. gr. E-liður  

Söluhagnaður íbúðarhúsnæðis

Skattstjóri hækkaði tekjuhlið framtals um kr. 275.226,- vegna söluhagnaðar af íbúð kæranda eða 17,88% söluhagnaðar af íbúð sem kærandi hafði átt. Hafði hann keypt nýja íbúð sem var minni sem nam sömu prósentutölu. Taldi hann að stærðarmunur íbúðanna fælist aðallega í stærðarmun á sameign sem íbúðunum fylgdu, svo sem göngum, þvottahúsi o.fl.

Ríkisskattanefnd leit svo á, að leggja bæri heildarrými íbúðarinnar til grundvallar og ekki skipti máli, þótt einhver hluti hennar sé innifalinn í sameign. Var hinn kærði úrskurður staðfestur.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja