Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 53/1977

Gjaldár 1974

Lög nr. 68/1971, 7. gr. 4. mgr. E-liður  

Söluhagnaður af fasteign

Málavextir voru þeir, að við álagningu gjaldárið 1974 reiknaði skattstjóri kæranda til skattskyldra tekna söluhagnað af íbúð við A-götu nr. 8 í Reykjavík að fjárhæð kr. 609.967,-. Íbúðina hafði kærandi keypt í smíðum hinn 8. apríl 1972 en selt hana í lok ársins 1973. Var heildar kostnaðarverð hennar talið kr. 2.232.033,- en söluverð að frádregnum sölulaunum kr. 2.842.000,-. Samkvæmt vottorði Manntalsskrifstofu Reykjavíkur flutti kærandi lögheimili sitt að A-götu 8 þann 15.8. 1973 og var þar til 1.3. 1974 er hann flutti það að S-götu 48. Kvaðst hann hafa keypt íbúð í því húsi snemma árs 1974 og hafi sú íbúð verið öllu stærri að rúmmetramáli en íbúðin að A-götu 8 og sé því söluhagnaður af íbúðinni ekki skattskyldur. Skattstjóri taldi hins vegar að íbúðin hefði ekki verið íbúðarhæf við sölu.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Eins og efnisatriðum málsins er lýst hér að framan, þykir bera að taka kröfuna til greina með vísun til 4. mgr. E-liðs 7. gr. laga nr. 68/1971.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja