Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 1085/1978

Gjaldár 1977

Lög nr. 68/1971, 9. gr. C-liður  

Varasjóður - Óheimil ráðstöfun

Málavextir voru þeir, að kærandi, sem var hlutafélag, keypti á árinu 1976 10% af eigin hlutafé fyrir kr. 1.500.000,-, sem var fimmtíufalt nafnverð bréfanna. Skattstjóri áleit, að bréfin hefðu verið keypt á óeðlilega háu verði og væri því um að ræða ráðstöfun á varasjóði félagsins að því marki sem greitt hefði verið fyrir hlutabréfin umfram eðlilegt kaupverð þeirra, sbr. 9. gr. laga nr. 68/1971. Skattstjóri taldi eðlilegt kaupverð bréfanna vera rúmlega þrjátíufalt nafnverð þeirra og færði í samræmi við þetta kæranda til tekna kr. 559.800,- að viðbættu 20% álagi kr. 111.960,-.

Af hálfu kæranda var krafist niðurfellingar á teknaviðbót skattstjóra á þeim forsendum, að kaupverð bréfanna hefði ekki verið óeðlilegt og m.a. vísað til þess, að seljandi hlutabréfanna hefði selt öll hlutabréf sín á sama verði, en einungis hluti þeirra hefði verið seldur félaginu, er sýndi að um eðlilegt gangverð hefði verið að ræða.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir svo:

„Samkvæmt gögnum málsins selur einn af hluthöfum félagsins öll hlutabréf sín í félaginu. Eins og gögn málsins liggja fyrir þykir bera að taka kröfu kæranda til greina.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja