Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 257/1976

Gjaldár 1975

Lög nr. 68/1971, 10. gr. D-liður  

Endurgreiðsla kostnaðar

Alþingismaður nokkur var talinn hafa fengið ýmsar greiðslur frá Alþingi umfram þingfararkaup og voru tekjur hans hækkaðar um kr. 150.000,-, vegna ætlaðs ófullnægjandi framtals.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Í D-lið 10. gr. laga nr. 68/1971 segir, að endurgreiðsla, er skattgreiðandi fær, ef hann verður að vera um stundarsakir fjarverandi frá heimili sínu vegna starfa í almenningsþágu, teljist ekki til tekna. Í málinu er ekki leitt í ljós, að kærandi hafi notið skattskyldra hlunninda af greiðslum þeim, er Alþingi innti af höndum vegna þingsetu hans. Er krafa kæranda því tekin til greina

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja