Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 221/1976
Gjaldár 1975
Lög nr. 68/1971, 10. gr. E-liður
Vinna við eigin íbúð
Málsatvik voru þau, að hinn 24.1. 1973 keypti kærandi íbúð í smíðum af byggingarfélaginu H h.f. á kr. 2.000.000,-. Á húsbyggingarskýrslu með framtali kæranda fyrir gjaldárið 1975 ritar kærandi undir lið 8. Vinna eiganda:
Frá verktaka H h.f. kr. 50.000,-
Aukavinna 430 klst. á 300/- ? 129.000,-
Á tekjuhlið framtals undir lið 6, laun greidd í peningum, ritaði kærandi í lesmálsdálk „Byggingarfélagið H h.f., sjá byggingarskýrslu kr. 50.000“. Skattstjóri reiknaði kæranda til skattgjaldstekna hina tilgreindu fjárhæð.
Úrskurði þessum vildi kærandi ekki una og krefst, að fallið verði frá því að skattleggja vinnu hans hjá H h.f., þar sem raunverulega sé um að ræða skattfrjálsa eigin vinnu við eigin íbúð.
Ríkisskattanefnd tók kröfu kæranda til greina.