Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 387/1976
Gjaldár 1975
Lög nr. 68/1971, 10. gr. G-liður
Fæðishlunnindi
Kærð var sú breyting skattstjóra á framtali kæranda gjaldárið 1975 að fella niður af gjaldahlið framtals tilfærðan frádrátt, kr. 54.000,-, vegna fæðishlunninda, sem innifalin voru í framtöldum launum.
Ríkisskattstjóri féllst fyrir sitt leyti á, að telja ekki til tekna nema þá fjárhæð sem væri umfram kr. 200,- á dag að því tilskildu að fjöldi fæðisdaga lægi fyrir.
Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:
„Með því að ákvæði kjarasamnings þess er hér skiptir máli, um greiðslu flutningsgjalds og fæðispeninga, komu ekki til framkvæmda fyrr en síðla árs 1974 svo og að eigi liggur fyrir um fjölda þeirra fæðisdaga, sem kærandi fékk greidda og ennfremur, að um mjög óverulega hagsmuni er að ræða fyrir hann, þykir bera að staðfesta úrskurð skattstjóra.“