Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 990/1976

Gjaldár 1976

Lög nr. 68/1971, 10. gr. G-liður  

Fæðishlunnindi

Kærandi krafðist þess, að reiknuð fæðishlunnindi í framtali 1976, kr. 47.500,- verði felld niður, þar sem fæðishlunnindin séu vegna starfa utan heimilissveitar, en sjálfur kvaðst hann vera kvæntur, tveggja barna faðir, búsettur í Reykjavík, en hafa starfað um fjögurra mánaða skeið sem vetrarmaður á búi norður í landi.

Ríkisskattanefnd tók kröfu kæranda til greina með vísan til G-liðar 10. gr. laga nr. 68/1971.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja