Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 226/1978
Gjaldár 1977
Lög nr. 68/1971, 10. gr. G-liður
Fæðispeningar
Spurning var um það, hvort að múrarameistari, sem vann sjálfstætt, fengi til frádráttar „fæðispeninga“ eða samsvarandi upphæð, eins og hún var ákveðin af ríkisskattstjóra fyrir það ár. Var talið að krafa kæranda um fæðisfrádrátt ætti ekki stoð í 10. gr. G- lið og henni því hafnað.