Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 414/1977
Gjaldár 1976
Lög nr. 68/1971, 11. gr.
Bifreiðakostnaður
Deilt var um, hvað væru líkleg einkanot af bifreið hjá héraðslækni nokkrum. Var gjaldfærður kostnaður við bifreiðina kr. 610.567,- auk afskrifta. Taldi skattstjóri einkanotin vera sem svaraði 350.000,- af áðurnefndum kostnaði en kærandi hélt því fram, að þau væru kr. 100.000,-.
Ríkisskattanefnd taldi, með tilliti til þess, að kærandi væri héraðslæknir í fjölmennu læknishéraði, einkanotin hæfilega ákveðin kr. 180.000,-.