Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 37/1977
Gjaldár 1976
Lög nr. 68/1971, 11. gr. A-liður
Frádráttarbær fasteignagjöld
Kæranda var synjað um frádrátt á trygginga- og fasteignagjöldum af húseign sem hann átti í smíðum í Hafnarfirði.
Í kröfugerð ríkisskattstjóra segir svo:
„Telja verður, að hin umdeilda eign sé ekki hæf til tekjuöflunar í þeim skilningi sem nú á dögum er lagður í þetta hugtak, þó svo það stangist á aldagamla búshætti, þ.e. ekki er komin raf- né skolplögn að húsinu. Ekki verður heldur á það fallist að hæfni til tekjuöflunar í eiginlegum skilningi og miðað við tilgang hússins skapist með því að meta það á byggingarstigi sem geymslu.“
Ríkisskattanefnd staðfesti úrskurð skattstjóra með vísan til forsendna hans og B-liðar 27. gr. reglugerðar nr. 245/1963.