Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 695/1977

Gjaldár 1976

Lög nr. 68/1971, 11. gr.  

Rekstrarkostnaður - Reikningar seint fram komnir

Málavextir voru þeir, að kærandi seldi mótorbát á árinu 1974 og var söluhagnaður af honum gerður upp á framtali 1975. Með framtali 1976 sendi kærandi kostnaðarreikninga vegna bátsins að upphæð kr. 314.260,- en skattstjóri tók einungis til greina kr. 20.000,-. Í umsögn ríkisskattstjóra segir, að ef kærandi eigi rétt til frádráttar vegna bátsins, tilheyri kostnaður á árinu 1974 framtali 1975.

Ríkisskattanefnd taldi, að eins og gögn lægju fyrir, bæri að taka kröfu kæranda um frádrátt gjaldárið 1976 til greina.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja