Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 296/1978

Gjaldár 1977

Lög nr. 68/1971, 11. gr.  

Viðhald/vanreifun

Kæruefnið varðaði m.a. frádráttarbæran viðhaldskostnað við húseign kæranda. Var farið fram á kr. 652.001,- til frádráttar, en skattstjóri lækkaði þá upphæð í kr. 100.000,-.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir svo um þetta atriði:

„Í málinu liggja hvorki fyrir reikningar yfir hinn umdeilda viðhaldskostnað né glögg lýsing á ástandi húseignarinnar fyrir og eftir að viðgerð fór fram eða í hverju hún var fólgin í einstökum atriðum. Þykir því bera að vísa þessum kærulið frá að svo stöddu vegna vanreifunar.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja