Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 530/1976
Gjaldár 1975
Lög nr. 68/1971, 11. gr.
Viðhaldskostnaður
Kærð var sú breyting skattstjóra á framtali kæranda gjaldárið 1975 að fella niður af landbúnaðarskýrslu gjaldfærðan viðhaldskostnað útihúss kr. 470.540,-.
Í kröfugerð ríkisskattstjóra var tekið fram, að um verulega endurbyggingu útihúsa virðist vera að ræða. Beri að eignfæra þann kostnað, ásamt þeirri skattskyldri vinnu, sem unnin sé við endurbygginguna og afskrifa síðan eign þessa eftir gildandi reglum.
Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:
„Kærandi þykir eigi hafa sýnt fram á, að hinn umdeildi kostnaður sé frádráttarbær sem viðhald og er úrskurður skattstjóra því staðfestur.