Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 113/1976

Gjaldár 1974

Lög nr. 68/1971, 11. gr.  

Atvinnurekstur eða tómstundagaman

Kærandi rak hestabú ásamt nokkrum öðrum mönnum í formi sameignarfélags. Töldu eigendur félagsins að um atvinnurekstur væri að ræða og færðu kostnað að frádregnum hagnaði til frádráttar á framtölum sínum, en skattstjóri taldi það óheimilt. Um kæruefni þetta segir svo í úrskurði ríkisskattanefndar:

„A s.f. er sameignarfélag fjögurra manna. Bústofn félagsins í lok skattárs var 3 hestar, 12 hryssur, 26 tryppi og 6 folöld. Rekstrarhalli félagsins nam kr. 1.141.628,-. Á tekjuhlið rekstrarreiknings koma eigi fram tekjur af ofangreindum bústofni að undanskilinni bústofnsaukningu kr. 48.200,-. Að svo komnu þykja gögn málsins eigi leiða í ljós, að um atvinnurekstur sameigendanna sé að ræða. Í málinu er úrlausnarefnið það, hvort rekstrarhalli félagsins sé frádráttarbær á framtölum sameigenda sem slíkur, en eigi hitt, hvort heimild sé til frádráttar á einstökum kostnaðarliðum félagsins hjá eigendum þess. Á það verður ekki fallist, enda litið svo á að til þess bresti heimild.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja